Tottenham hefur nú spurst fyrir um Alejandro Garnacho, kantmann Manchester United, samkvæmt Daily Mail.
Tottenham leitar að manni í sóknarlínu sína. Mathys Tel hafnaði því að ganga í raðir félagsins í gær, þrátt fyrir að Bayern Munchen hefði samþykkt 50 milljóna punda tilboð félagsins í hann.
Nú snýr Tottenham sér að Garnacho, sem hefur verið orðaður frá United. Argentínumaðurinn hefur til að mynda verið orðaður við Chelsea og Napoli, en ítalska félagið bauð einmitt 50 milljónir punda í hann en var því hafnað.
Talið er að United vilji um 65 milljónir punda fyrir Garnacho, sem hefur verið inn og út úr liðinu hjá Ruben Amorim á Old Trafford.