fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
433Sport

Morata að taka áhugavert skref

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 1. febrúar 2025 11:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alvaro Morata er að ganga í raðir Galatasaray í Tyrklandi frá AC Milan.

Morata, sem er 32 ára gamall, fer til Galatasaray á láni frá Milan út leiktíðina, með möguleika á árs framlengingu í Tyrklandi eða skiptum alfarið.

Aðeins á eftir að ganga frá smáatriðum, en spænski framherjinn flýgur til Istanbúl í dag.

Morata á að baki virkilega flottan feril og hefur hann spilað fyrir Real Madrid, Atletico Madrid, Chelsea og Juventus, auk Milan, en hann hefur verið hjá ítalska félaginu síðan í sumar og er samningsbundinn til 2028.

Þá hefur Morata unnið fjölda titla á ferlinum, til að mynda La Liga og Meistaradeildina tvisvar, sem og Evrópumeistarartitilinn með spænska landsliðinu síðasta sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ólöf Tara er látin

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Amorim útskýrir bekkjarsetu Garnacho

Amorim útskýrir bekkjarsetu Garnacho
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ramos líklega á leið til Mexíkó

Ramos líklega á leið til Mexíkó
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Í gær

Svona eru áherslur dómara fyrir komandi leiktíð

Svona eru áherslur dómara fyrir komandi leiktíð
433Sport
Í gær

Eru með þrjá á blaði eftir brottför Duran

Eru með þrjá á blaði eftir brottför Duran
433Sport
Í gær

Grátbáðu hann um að vera áfram – ,,Hann sendi mér skilaboð en ég mætti aldrei aftur“

Grátbáðu hann um að vera áfram – ,,Hann sendi mér skilaboð en ég mætti aldrei aftur“