Jhon Duran gekk í vikunni í raðir Al-Nassr í Sádi-Arabíu frá Aston Villa. Mun hann þéna ansi vel þar í landi.
Duran, sem er með 12 mörk fyrir Villa í öllum keppnum á leiktíðinni, kostaði Al-Nassr 64 milljónir punda og mun hann þá þéna 322 þúsund pund á viku, samanborið við 75 þúsund pund á viku hjá Villa.
Þetta þýðir að hann fær 46 þúsund pund á dag í Sádí, 1900 pund á klukkustund og 31 pund á hverja mínútu.
Með Al-Nassr leika menn á borð við Cristiano Ronaldo, Sadio Mane og Aymeric Laporte.