Sóknarmaðurinn öflugi Jhon Duran er kominn til Sádi Arabíu og hefur skrifað undir samning við Al-Nassr.
Þetta var staðfest í gærkvöldi en Duran var á mála hjá Aston Villa á Englandi og stóð sig vel hjá því félagi.
Duran gerir langan fimm ára samning við Al-Nassr og kostar rúmlega 60 milljónir punda.
Leikmaðurinn er aðeins 21 árs gamall og á framtíðina fyrir sér og koma skiptin í raun mörgum á óvart.
Duran fjórfaldar laun sín með þessum skiptum en hann fær nú 330 þúsund krónur fyrir hvern klukkutíma í Sádi.
Duran er að fá 320 þúsund pund á viku hjá Al Nassr en hann fékk 75 þúsund pund á viku á Villa Park.