Wolves 2 – 0 Aston Villa
1-0 Jean-Ricner Bellegarde(’12)
2-0 Matheus Cunha(’90)
Wolves er komið úr fallsæti í ensku úrvalsdeildinni eftir leik við Aston Villa sem fór fram í kvöld.
Jean-Ricner Bellegarde skoraði snemma leiks til að koma Wolves yfir og undir lokin bætti Matheus Cunha við öðru marki í 2-0 sigri.
Wolves er með 19 stig eftir 24 leiki og er tveimur stigum á undan Leicester sem er í fallsæti.
Villa hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm deildarleikjum sínum og situr í áttunda sætinu.