Wrexham hefur svo sannarlega styrkt sig fyrir komandi átök í þriðju efstu deild Englands og hefur samið við Jay Rodriguez.
Um er að ræða fyrrum enskan landsliðsmann sem lék einn landsleik á sínum tíma en hann kom vissulega fyrir 12 árum síðan.
Rodriguez hefur undanfarin sex ár spilað með Burnley og skoraði tvö mörk í 21 leik á þessu tímabili.
Hann hefur spilað ófá tímabil í ensku úrvalsdeildinni og hans besta frammistaða var 2013-2014 er hann gerði 15 mörk í 33 leikjum.
Rodriguez er dýrasti leikmaður í sögu Wrexham en hann kostaði félagið rúmlega eina milljón punda þrátt fyrir að vera 35 ára gamall.
Wrexham er í eigu Ryan Reynolds og Rob McElhenney sem hafa gert það gott sem leikarar í Hollywood í mörg ár.