Kristian Nökkvi Hlynsson hefur verið lánaður frá hollenska stórliðinu Ajax til Sparta Rotterdam í sömu deild.
Hinn 21 árs gamli Kristian hefur fengið fá tækifæri hjá Ajax í kjölfar þess að Francesco Farioli tók við sem stjóri. Hefur hann eðins komið við sögu með aðalliðinu níu sinnum á leiktíðinni, þar af aðeins fjórum sinnum í byrjunarliðinu.
Hjá Sparta Rotterdam hittir Kristian fyrir Maurice Steijn, fyrrum stjóra Ajax, en undir hans stjórn lék íslenski miðjumaðurinn 34 leiki hjá Ajax á síðustu leiktíð.
Sparta Rotterdam er í þriðja neðsta sæti hollensku úrvalsdeildarinnar, 3 stigum frá öruggu sæti. Hjá félaginu hittir Kristian fyrir Nökkva Þeyr Þórisson, sem gekk í raðir þess frá St. Louis í Bandaríkjunum á dögunum.
𝗞𝗿𝗶𝘀𝘁𝗶𝗮𝗻 𝗛𝗹𝘆𝗻𝘀𝘀𝗼𝗻 = ❤️🤍❤️🤍
— Sparta Rotterdam (@SpartaRotterdam) January 31, 2025