Jordan Henderson er ekki á leið til Monaco í frönsku úrvalsdeildinni en frá þesswu greinir blaðamaðurinn David Ornstein.
Ornstein er virtur blaðamaður the Athletic en hann segir að Henderson verði áfram hjá hollenska félaginu Ajax.
Henderson ræddi við stjórn Ajax eftir leik við Galatasaray í gærkvöldi en spilað var í Evrópudeildinni.
Hann mun skirfa undir samning til ársins 2026 og vill hjálpa Ajax í að berjast um titla.
Um er að ræða fyrrum fyrirliða Liverpool og fyrrum miðjumann Englands.