fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
433Sport

Baunar hressilega á barnalegan Amorim: Er að ‘drepa’ dýrmætan leikmann – ,,Af hverju myndirðu segja þetta opinberlega?“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 30. janúar 2025 20:57

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marcus Rashford hefur fengið vörn úr óvæntri átt en fyrrum enski landsliðsmaðurinn Carlton Cole hefur tjáð sig um hans stöðu hjá Manchester United.

Cole hefur lagt skóna á hilluna í dag en starfar sem sparkspekingur og liggur yfirleitt ekki á sínum skoðunum.

Cole gagnrýnir Ruben Amorim, stjóra United, fyrir hvernig hann hefur komið fram við Rashford og þá sérstaklega það sem hann hefur sagt opinberlega um leikmanninn sem fær engar mínútur þessa stundina.

Amorim sagði það á dögunum að hann hefði frekar valið 63 ára gamlan markmannsþjálfara á bekkinn frekar en Rashford.

,,Ég vil fá að vita hvað er í gangi. Hann er að drepa Rashford og er einnig að lækka verðmiðann,“ sagði Cole.

,,Rashford er dýrmætur leikmaður. Ef þú vilt selja hann þá af hverju myndirðu segja þetta opinberlega?“

,,Að mínu mati er Amorim frekar barnalegur í þessu máli og hugsar með sér að hann sé stjórinn og að hann ráði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Salah jafnaði metið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gríðarlega spenntur að fylgjast með Elmari Kára í deild þeirra bestu

Gríðarlega spenntur að fylgjast með Elmari Kára í deild þeirra bestu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Leggur til breytingar á Íslandi – „Í rauninni finnst mér það tímaskekkja“

Leggur til breytingar á Íslandi – „Í rauninni finnst mér það tímaskekkja“
433Sport
Í gær

Líklegt fyrsta byrjunarlið Thomas Tuchel með enska landsliðið

Líklegt fyrsta byrjunarlið Thomas Tuchel með enska landsliðið
433Sport
Í gær

Real Madrid vill kaupa Enzo og Chelsea er til í að skoða skipti á leikmönnum

Real Madrid vill kaupa Enzo og Chelsea er til í að skoða skipti á leikmönnum