fbpx
Sunnudagur 16.mars 2025
433Sport

Valtýr Björn furðu lostinn eftir ferð upp í Úlfarsárdal – „Í alvöru talað, ég var svo hissa“

433
Miðvikudaginn 29. janúar 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Valtýr Björn Valtýsson skellti sér á leik Fram og Þróttar í Reykjavíkurmóti karla um helgina og furðaði sig á aðstæðum sem þar var boðið upp á.

Leiknum lauk með 2-2 jafntefli. Valtýr er mikill Framari en sá ekki alveg tilganginn með að klára leikinn í þeim miklu vetraraðstæðum sem voru uppi í Úlfarsárdal á laugardag. Leikurinn skipti liðin líka litlu máli upp á lokastöðu riðils síns.

„Það var snjókoma og svo kom bara hríð. Og síðustu 20-25 mínútur leiksins þá sá enginn neitt. Fólk sem var að horfa sá ekki neitt, leikmenn sáu ekki neitt, línurnar á vellinum sáust ekki, en dómarinn ákvað að klára leikinn. Flautaðu hann bara af, þetta skiptir engu máli. Í alvöru talað, ég var svo hissa. Menn voru fljúgandi á hausinn úti um allt og enginn sá neitt,“ sagði Valtýr í hlaðvarpi sínu, Mín skoðun.

Kristinn Kjærnested, fyrrum formaður knattspyrnudeildar KR, var einn af viðmælendum þáttarins og ræddu þeir aðeins Reykjavíkurmótið í heild og stöðu keppninnar, sem á sér langa sögu.

Kristinn lengst til hægri.

„Ég veit eiginlega ekki hvar á að byrja í þessari umræðu um Reykjavíkurmótið. Það er einhvern veginn allt slæmt við það. Liðin eru í fyrsta lagi hundóánægð og vilja ekki spila í Egilshöllinni. Hún stendur til boða en grasið þar virðist ekki nægilega gott. En það er samt nægilega gott til að spila úrslitaleikinn þar,“ sagði Kristinn, en Valur og KR mætast í úrslitunum karlamegin annað kvöld.

Mikil umræða hefur verið um ólöglega leikmenn í Reykjavíkurmótinu. Félögin veigra sér ekki við að prófa nýja leikmenn sem koma erlendis frá þó svo að þeir séu ekki komnir með leikheimild. Þá tapast leikirnir 3-0 og félögin fá peningasekt. Víkingur hefur til að mynda þrisvar sinnum notað Stíg Diljan Þórðarson í mótinu í ár og í fyrra var KR dæmt 3-0 tap í úrslitaleiknum fyrir að nota ólöglegan leikmann.

„Þeir sem koma erlendis frá verða ekki löglegir fyrr en eftir að Reykjavíkurmótinu lýkur. Þá eru liðin bara vísvitandi að nota ólöglega leikmenn, stráka sem eru ekki komnir með leikheimild og leikirnir sjálfkrafa tapast. Þú færð smá skítasekt og það er ekkert að rífa í. Mínir menn í KR settu ólöglegan mann inn á gegn Víkingi í fyrra. Þeir fengu medalíur um hálsinn fyrir að vinna en þurftu svo að skila þeim daginn eftir. Þetta er bara orðinn einhver allsherjar farsi þetta Reykjavíkurmót,“ sagði Kristinn.

Varðandi leikinn upp í Úlfarsárdal benti hann þó á að félögin vildu heldur spila utandyra en inni í Egilshöll. Mikið hefur verið rætt og ritað um gervigrasið inni í höllinni.

„Það eru félögin sem óska eftir því að spila leikina við þessar aðstæður. Er eitthvað betra að spila úti við slæmar aðstæður í skítakulda? Er það ekki bara meiri meiðslahætta?“ sagði Kristinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu færsluna: Pogba mikill aðdáandi leikmanns United – ,,Goðsögn“

Sjáðu færsluna: Pogba mikill aðdáandi leikmanns United – ,,Goðsögn“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Keyrði á 160 kílómetra hraða með blöðru í munninum – Konan var með símann á lofti

Keyrði á 160 kílómetra hraða með blöðru í munninum – Konan var með símann á lofti
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þarf 72 mörk til viðbótar

Þarf 72 mörk til viðbótar
433Sport
Í gær

Þetta hefur mikið að segja um hvort hann fari til Arsenal

Þetta hefur mikið að segja um hvort hann fari til Arsenal
433Sport
Í gær

Sjáðu hvað Rashford setti á Instagram eftir að hann var valinn í hópinn

Sjáðu hvað Rashford setti á Instagram eftir að hann var valinn í hópinn
433Sport
Í gær

Líklegt fyrsta byrjunarlið Thomas Tuchel með enska landsliðið

Líklegt fyrsta byrjunarlið Thomas Tuchel með enska landsliðið
433Sport
Í gær

Real Madrid vill kaupa Enzo og Chelsea er til í að skoða skipti á leikmönnum

Real Madrid vill kaupa Enzo og Chelsea er til í að skoða skipti á leikmönnum