Það er enn óvíst hvað norska ungstirnið Sverre Nypan hjá Rosenborg gerir áður en félagaskiptaglugganum verður skellt í lás eftir viku.
Hinn 18 ára gamli Nypan hefur sterklega verið orðaður við Manchester City en fyrir helgi bættist Arsenal í kapphlaupið. Nú er Aston Villa einnig nefnt til sögunnar í samhengi við framtíð miðjumannsins.
Samkvæmt Fabrizio Romano hafa Arsenal, City Group sem á Manchester City og Aston Villa öll kynnt sínar áætlanir fyrir leikmanninum og hvernig hlutverk hans myndi vera.
Það hefur verið talað um að Arsenal sjái fyrir sér að nota Nypan strax í aðalliðinu en að City myndi lána hann til systurfélagsins Girona á Spáni.
Kappinn skoðar nú alla möguleikana vel og vandlega áður en hann tekur ákvörðun um næsta skref.
Talið er að Rosenborg vilji um 10 milljónir punda fyrir Nypan.
🚨🇳🇴 Arsenal, City Group (Girona with future move to Manchester City) and Aston Villa have all presented their project to Sverre Nypan.
Decision up to the player who’s taking his time to visit club and pick the best option. pic.twitter.com/aH3V61NSnP
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 27, 2025