Axel Disasi, varnarmaður Chelsea, virðist á förum frá félaginu til Aston Villa.
Hinn 26 ára gamli Disasi fær lítið að spila undir stjórn Enzo Maresca og er klár í að fara.
Það hefur verið nokkur áhugi á Frakkanum en samtal hans við Unai Emery, stjóra Villa, sannfærði hann og hefur hann þegar samið um eigin kjör á Villa Park.
Félögin þurfa þó að ná saman svo skipti Disasi, sem gekk í raðir Chelsea fyrir síðustu leiktíð, gangi í gegn.
Chelsea er í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar en Villa er í því áttunda.
🚨🟣🔵 EXCLUSIVE: Axel Disasi has agreed on personal terms with Aston Villa.
Disasi wants to join Villa despite interest from more clubs around Europe after direct talk with Unai Emery, crucial to get the green light.
Deal now up to Chelsea and Villa to reach full agreement. pic.twitter.com/AFHLQyQDLP
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 27, 2025