Kyle Walker er genginn í raðir AC Milan eftir mörg ár í ensku úrvalsdeildinni en félagaskiptin voru staðfest í fyrradag.
Walker hefur lengi verið einn besti bakvörður ensku deildarinnar og jafnvel heims og vann ófáa titla með City.
Walker mun klæðast treyju númer 32 á Ítalíu og hefur nú útskýrt af hverju hann ákvað að velja það númer.
Ástæðan er enska goðsögnin David Beckham sem lék einmitt með Milan á sínum tíma sem leikmaður.
Beckahm var hrifinn af númerinu 23 sem var tekið og sneri tölunum einfaldlega við og notaðist við númerið 32 í staðinn.