Það er útlit fyrir það að Jude Bellingham, leikmaður Real Madrid, sé kominn á fast en hann er einn besti miðjumaður heims.
Bellingham hefur lengi verið á lausu en er nú sagður vera í sambandi með konu að nafni Ashlyn Castro.
Enskir miðlar segja að Bellingham hafi sést ásamt Castro á stefnumóti nú á dögunum og þau hafi verið að hittast í einhvern tíma.
Bellingham er enskur og spilar með landsliðinu og virðast myndirnar sem enskir miðlar eru með í höndunum staðfesta nýtt ofurpar.
Castro er með um 200 þúsund fylgjendur á Instagram reikningi sínum en hún er áhrifavaldur og hefur einnig starfað sem fyrirsæta.
Bellingham er sagður hafa kynnst Castro einmitt á Instagram og voru þau dugleg að spjalla þar áður en sambandið hófst.
Castro er sjálf frá Bandaríkjunum og hefur þénað vel á sinni vinnu en Bellingham fær um 300 milljónir króna á mánuði fyrir sín störf hjá Real Madrid.