Annie Kilner virðist ætla að gefa hjónabandinu alvöru séns og flytja til Ítalíu ásamt eiginmanni sínum Kyle Walker.
Frá þessu greina enskir miðlar en samband Annie og Walker hefur svo sannarlega verið stormasamt og í langan tíma.
Annie hefur tvívegis sparkað Walker úr eigin húsi eftir framhjáhald en hann á tvö börn ásamt konu að nafni Lauryn Goodman.
Hjónin voru nálægt því að skilja undir lok síðasta árs en Annie ákvað að lokum að gefa Walker eitt tækifæri til viðbótar og fékk hann að eyða jólunum og nýju ári með sinni fjölskyldu.
Nú er Walker sem hefur undanfarin ár spilað með Manchester City að flytja til Ítalíu og gerir samning við AC Milan þar í landi í gær.
Daily Mail ræddi við náin vin fjölskyldunnar sem segir að þetta sé gott tækifæri fyrir hjónin að byrja upp á nýtt í nýju landi.
,,Þetta er gott tækifæri fyrir þau til að gleyma fortíðinni og reyna fyrir sér sem fjölskylda á ný,“ sagði heimildarmaður Mail.
,,Þetta verður ný áskorun í nýju landi en þau eru tilbúin að taka skrefið.“