Það kom mörgum á óvart að sjá það að Ajax tapaði gegn lettnenska félaginu RFS í Evrópudeildinni í vikunni.
Ajax mætti með sterkt lið til leiks og var mun meira með boltann en lenti í því að tapa 1-0 á Daugavas vellinum.
Nú er talað um það að þetta sé ein mesta niðurlæging liðs frá Hollandi í sögunni og er mögulega hægt að taka undir það.
Markhiev skoraði eina mark leiksins á 78. mínútu en þetta var fyrsti sigur RFS í deildinni eftir sjö umferðir.
Ajax hefur tapað þremur leikjum í röð en er að öllum líkindum á leið í 16-liða umspil þrátt fyrir það.
Athygli vekur að RFS hefur ekki spilað fótboltaleik síðan snemma í desember en liðið tryggði sér þá sigur í lettnensku deildinni með 2-1 sigri á FC Riga.