Það eru stórlið á eftir leikmanni sem ber nafnið Andrey Santos en hann er á mála hjá Chelsea.
Þessar fréttir koma mörgum á óvart þar sem Santos hefur ekki fengið að spila einn einasta leik fyrir Chelsea eftir komu þangað.
Santos er 20 ára gamall miðjumaður en hann var lánaður til Nottingham Forest 2023-2024 og lék þar tvo leiki.
Á þessu tímabili hefur leikmaðurinn hins vegar staðið sig virkilega vel en hann er á mála hjá Strasbourg í Frakklandi á lánssamningi og hefur skorað sjö mörk í 18 leikjum.
Santos virðist ekki vera inni í myndinni hjá Chelsea og er líklegt að félagið sé reiðubúið að selja hann í janúar.
Samkvæmt AS á Spáni eru bæði AC Milan og Bayern Munchen að horfa til leikmannsins ásamt öðrum stórliðum í ensku úrvalsdeildinni.