Michael Oliver er ekki sá vinsælasti hjá stuðningsmönnum Arsenal eftir ákvörðun sem hann tók í leik liðsins gegn Wolves í dag.
Myles Lewis-Skelly fékk að líta beint rautt spjald í leiknum en hann var sendur í sturtu eftir um 42 mínútur.
Spjaldið er ansi umdeilt en ungstirnið stöðvaði skyndisókn Wolves með því að brjóta á Matt Doherty.
Flestir bjuggust við gulu spjaldi en Oliver, dómari leiksins, reif upp rauða spjaldið sem kom mörgum á óvart.
Dæmi nú hver fyrir sig en atvikið má sjá hér en Arsenal vann leikinn að lokum 0-1.
How is this a red card for Myles Lewis-Skelly????? pic.twitter.com/alLUTJhYRs
— Septimus Prime🇸🇱 (@septimusajprime) January 25, 2025