Carlo Ancelotti virðist hafa staðfest það að Real Madrid sé ekki að selja stórstjörnuna Vinicius Junior sem er orðaður við Sádi Arabíu.
Lið í Sádi Arabíu er sagt vilja gera Vinicius að dýrasta leikmanni sögunnar og þá reiðubúið að borga um 300 milljónir punda fyrir Brassann.
Vinicius yrði um leið launahæsti leikmaður heims en hann er 24 ára gamall og á nóg eftir af sínum ferli.
Peningarnir geta talað sínu máli en Ancelotti sem er stjóri Real hefur fulla trú á að Vinicius verði áfram á Spáni.
,,Það sem ég veit og þessar upplýsingar koma frá leikmanninum er að hann er mjög ánægður hér og vill komast í sögubækurnar hjá Real Madrid,“ sagði Ancelotti.
,,Hann er eins og allir aðrir leikmenn sem eru hérna, við hugsum eins. Hann er mjög ánægður og vill skrá sig í sögubækurnar.“