Það eru engar líkur á því að Louis van Gaal sé að snúa aftur í félagslið en hann hefur sjálfur staðfest þær fregnir.
Van Gaal hefur verið orðaður við þjálfarastarfið hjá Dortmund sem er í leit að þjálfara eftir brottför Nuri Sahin.
Gengi Dortmund hefur verið afskaplega dapurt í vetur og var þessi fyrrum stjóri Barcelona og Manchester United orðaður við félagið.
Van Gaal er án starfs í dag en hann hefur aðeins áhuga á því að taka við landsliði eftir að hafa yfirgefið það hollenska 2022.
,,Nei það er ekki möguleiki fyrir mig. Ég myndi aðeins íhuga það að taka að mér landsliðsþjálfarastarf,“ sagði Van Gaal.