Manchester City vann virkilega sterkan sigur á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en leikið var á Etihad vellinum.
Chelsea byrjaði mjög vel í þessum leik og komst yfir eftir aðeins þrjár mínútur eftir mistök í vörn heimamanna.
Stuttu áður en flautað var til leiksloka jafnaði Josko Gvardiol metin fyrir City með fínu marki og staðan 1-1 í hálfleik.
City skoraði svo tvö mörk í seinni hálfleiknum til að tryggja sigur en þau mörk skoruðu Erling Haaland og Phil Foden.
Haaland nýtti sér mjög slæm mistök Robert Sanchez í markinu og lagði svo upp það seinna á Foden eftir skyndisókn.
Hvað Sanchez var að hugsa í öðru marki City er óljóst en hans mistök má sjá hér.
HAALAND WHAT A GOAL !!!! EDERSON ASSIST 2-1 CITY pic.twitter.com/euu1VUPFxK
— ⚡️🇧🇼 (@Priceless_MCI) January 25, 2025