David Moyes er að byrja vel með Everton en hann var ráðinn stjóri liðsins á dögunum eftir brottrekstur Sean Dyche.
Moyes er að snúa aftur til Everton eftir um 12 ára fjarveru en hann var hjá félaginu frá 2003 til 2013 áður en hann tók við Manchester United.
Moyes er 61 árs gamall í dag en hann hefur unnið síðustu tvo leiki sína við stjórnvölin gegn Tottenham og nú Brighton.
Everton vann 1-0 sigur á Brighton á útivelli í dag og er með 23 stig eftir 22 leiki og er sjö stigum frá fallsæti.
Moyes var að stýra sínum 700. leik í ensku úrvalsdeildinni sem er magnaður árangur og var sigurinn jafnvel sætari.
700 – Today, David Moyes takes charge of his 700th game in the Premier League (430 Everton, 34 Manchester United, 38 Sunderland, 198 West Ham United), becoming the third manager to reach that figure in the competition, after Arsène Wenger (828) and Alex Ferguson (810). Landmark. pic.twitter.com/UAslydWO4l
— OptaJoe (@OptaJoe) January 25, 2025