Það eru fáir fótboltamenn eins og Weston McKennie, leikmaður Juventus, sem hefur lítinn sem engan áhuga á að fylgjast með íþróttinni ef hann er ekki að spila.
McKennie hefur spilað fótbolta í um 20 ár en hann er bandarískur landsliðsmaður og hefur leikið með Juventus frá 2021.
Bandaríkjamaðurinn viðurkennir það að hann hafi aldrei á sinni ævi horft á úrslitaleik í stórkeppni sem vekur heldur betur athygli.
,,Ég horfi ekki á fótbolta. Þegar ég er búinn á æfingu þá fer ég heim og horfi á kvikmyndir,“ sagði McKennie.
,,Ég horfi líka og sjónvarpsþætti og aftengi mig algjörlega. Ég hef aldrei horft á úrslitaleik á HM eða í Meistaradeildinni.“
,,Ég hef alltaf verið svona. Við horfum á nógu mikið af klippum á æfingasvæðinu til að skilja hvað er í gangi.“