Það eru litlar sem engar líkur á að stórstjarnan Neymar sé á leið aftur til Barcelona að sögn portúgalans Deco.
Deco er í dag yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona sem hefur margoft í gegnum tíðina verið orðað við brasilísku stórstjörnuna.
Talið er að Neymar sé að yfirgefa Al-Hilal í Sádi Arabíu en verður líklega að finna sér annað félag en sitt fyrrum lið, Barcelona.
Deco viðurkennir að þrátt fyrir sögusagnir í gegnum tíðina þá hafi Neymar ekki verið nálægt því að semja við spænska liðið á nýjan leik.
,,Endurkoma Neymar til Barcelona var alltaf langt frá því að verða að veruleika. Eftir að hann fór til Sádi þá vissum við að hann væri rándýr leikmaður og þá sérstaklega þegar kom að fjárlögunum,“ sagði Deco.
,,Það mikilvægasta er að Neymar byrji aftur að spila fótbolta. Það mun gleðja hann og aðra í kringum hann. Ég veit ekki hvað hann mun gera en það mikilvægasta er einnig að hann sé ánægður.“