Það fer fram stórleikur í ensku úrvalsdeildinni í dag er Manchester City tekur á móti Chelsea í Manchester borg.
Chelsea hefur ekki verið upp á sitt besta undanfarið og er aðeins með einn deildarsigur í síðustu fimm leikjum sínum.
Eftir brösugt gengi í vetur er City að taka við sér og er með þrjá sigra í síðustu fjórum leikjum og getur komist upp fyrir Chelsea með sigri í dag.
Hér má sjá byrjunarliðin í þessum spennandi stórleik.
Man City: Ederson; Nunes, Khusanov, Akanji, Gvardiol; Gundogan, Bernardo; Marmoush, Haaland, Foden.
Chelsea : Sanchez; James, Chalobah, Colwill, Cucurella; Caicedo, Enzo; Madueke, Palmer, Sancho; Jackson.