Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hefur fært stuðningsmönnum liðsins mjög góðar fréttir fyrir komandi átök.
Bakvörðurinn öflugi Ben White er að snúa aftur eftir meiðsli en hann mun þó líklega missa af næstu tveimur leikjum.
White hefur ekkert spilað síðan í nóvember og er ennþá ekki byrjaður að æfa með aðalliðinu.
Arteta staðfestir þó að White nálgist endurkomu og að hann verði með á næstunni sem eru frábærar fréttir fyrir enska stórliðið.
,,Hann hefur ekki æft með liðinu ennþá en hann er mjög nálægt því,“ sagði Arteta við blaðamenn.
,,Hann þarf að tikka í nokkur box og eftir það þá verður hann með okkur – það gerist mjög bráðlega.“