fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
433Sport

Kastaði eiginkonunni í jörðina og sparkaði í höfuð hennar – Lögregla dró hann dauðadrukkinn fram úr rúminu til að handtaka hann

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 24. janúar 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú standa yfir réttarhöld yfir knattspyrnumanninum fyrrverandi Joey Barton. Er honum gefið að sök að hafa gengið í skrokk á eiginkonu sinni.

Barton á að hafa ráðist á eiginkonu sína, Georgia Barton, á heimili þeirra í London. Höfðu þau bæði drukkið mikið áfengi þetta kvöld áður en mikið rifrildi hófst.

Tvö önnur pör voru með þetta kvöld og er sagt frá því að börn þeirra hafi verið sofandi á efri hæð hússins á meðan atvikið átti sér stað.

Í réttarsal í dag var Barton gefið að sök að hóta því að slást við bróður eiginkonu sinnar sem og faðir hennar vegna fjölskylduádeilu.

Viðstaddir í réttarsal í dag fengu einnig að heyra hvernig hann kastaði henni í jörðina og sparkaði í höfuð hennar. Þegar vinur á svæðinu reyndi að stöðva hann fleygði hann honum frá og sagði: „Ekki vanvirða mig.“

Það sást töluvert á Georgia í kjölfarið og blæddi úr nefi hennar. Hún hringdi á lögreglu hágrátandi og tjáði henni að hún væri úti, eiginmaður hennar hefði lamið hana og væri enn inni í húsinu. Sagði hún jafnframt að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem hann beitti sig ofbeldi.

Barton var handtekinn seinna um kvöldið, þá hafði hann sofnað dauðadrukkinn í svefnherbergi þeirra.

Barton og Georgia eru þó enn gift og búa saman, en hann átti að mæta fyrir rétt 2022. Þá var málið sett á ís í kjölfar þess að Georgia dró ásakanir sínar til baka.

Í fyrra var staðfest að málið yrði tekið upp að nýju í réttarsal. Barton neitar alfarið sök.

Barton, sem er fyrrum leikmaður Manchester City, Newcastle og fleiri liða, hefur undanfarin ár farið mikinn með niðrandi ummælum sínum í garð kvenna og minnihlutahópa, til að mynda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum
Staðfesta komu Asensio
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Risasigur Arsenal hafi lítið að segja þegar uppi er staðið

Risasigur Arsenal hafi lítið að segja þegar uppi er staðið
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Keyptur til Englands áður en glugganum verður skellt í lás

Keyptur til Englands áður en glugganum verður skellt í lás
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Reynir að losa Felix frá Chelsea í dag – Umboðsmaðurinn mættur til Ítalíu

Reynir að losa Felix frá Chelsea í dag – Umboðsmaðurinn mættur til Ítalíu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Allt klárt – City kaupir González á tæpa 9 milljarða í dag

Allt klárt – City kaupir González á tæpa 9 milljarða í dag
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Yfirlýsing Rashford eftir félagaskiptin vekur furðu – Segist hafa fengið haug af tilboðum

Yfirlýsing Rashford eftir félagaskiptin vekur furðu – Segist hafa fengið haug af tilboðum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Telur skilaboðin úr Fossvogi einföld eftir veturinn – „Það á að buffa Blikana“

Telur skilaboðin úr Fossvogi einföld eftir veturinn – „Það á að buffa Blikana“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Uppljóstraði um kjaftasögu sem grasserar í Garðabæ en enginn vill tjá sig um málið

Uppljóstraði um kjaftasögu sem grasserar í Garðabæ en enginn vill tjá sig um málið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Glugginn lokar í kvöld – Eitthvað stórt og óvænt í loftinu

Glugginn lokar í kvöld – Eitthvað stórt og óvænt í loftinu