Eftir frábær mót fram að kvöldinu í kvöld er íslenska karlalandsliðið í handbolta algjörlega að magalenda gegn heimamönnum í Króatíu í öðrum leik milliriðilsins.
Fyrri hálfleikur hefur verið afleiddur hjá íslenska liðinu og leiða lærisveinar Dags Sigurðssonar í Króatíu 20-12 í hálfleik.
Það er óhætt að segja að þjóðinni sé nokkuð brugðið, enda gengið hingað til verið til fyrirmyndar. Hér að neðan má sjá umræðuna á samfélagsmiðlinum X. Vonandi snúa strákarnir þessu við í seinni hálfleik.
Ákváðum að sleppa slæma kaflanum í fyrstu 4 leikjunum og taka bara einn slæman leik í staðinn #handbolti#hmruv
— Óskar G Óskarsson (@Oskarsson07) January 24, 2025
Hverjum datt í hug að hypea upp þessa aumingja
— Brynjar (@bbking_69) January 24, 2025
Ég er fyrst að ná að horfa á okkar menn á þessu móti héðan frá Afríku og ég er lítil í mér 🥺 Koma svo! 🇮🇸
— Kristjana Arnarsdóttir (@kristjanaarnars) January 24, 2025
Þarna er liðið sem eg þekki. Liðið sem lætur mig þjást
— Arnar Freyr (@Arnarf94) January 24, 2025
Við erum í bláu…don’t like it…mun samt mögulega éta orð mín,vonandi #hmruv
— Lobba (@Lobbsterinn) January 24, 2025
Slæmt ef það stefnir í að þessi McDonalds heimsókn sé slæmi kaflinn #hmruv
— KonniWaage (@konninn) January 24, 2025
Það þarf að taka vegabréfið af Degi
— Einar Guðnason (@EinarGudna) January 24, 2025
Úff þetta er niðurlæging! #hmruv
— Kiddi Agnarsson (@Kiddi) January 24, 2025
Ojj bara
— Halldór Halldórsson (@doridna) January 24, 2025
Hvað heldur Dagur Sig að hann sé?
— Vilhjálmur Hallsson (@Vilhjalmurfreyr) January 24, 2025
#hmruv af hverju er þessum bláu búningum ekki hent, það gengur aldrei neitt í bláu. #bringbacktheredkit
— Ernir Gunnlaugsson (@ErnirFreyr) January 24, 2025
— Bjarki Freyr (@Bjarkifreyr97) January 24, 2025