Antony mun fljúga til Spánar í dag og klára skipti sín til Real Betis formlega.
Antony gengur til liðs við Betis frá Manchester United. Um lánssamning út leiktíðina er að ræða.
Brasilíumaðurinn gekk í raðir United frá Ajax á um 85 milljónir punda sumarið 2022 en hefur engan veginn staðist væntingar. Margir tala um hann sem ein verstu kaup sögunnar.
Nú reynir hann að kveikja á ferli sínum á ný með skiptunum til Betis, sem er í 12. sæti La Liga.
Betis mun jafnframt greiða að minnsta kosti 84 prósent launa Antony á meðan dvöl hans á Spáni stendur.
✈️🇧🇷 Antony will fly to Spain today for Real Betis loan move, as reported earlier.
Betis will cover at least 84% of wages plus bonuses until the end of the season. https://t.co/tRmxfX9vtu
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 24, 2025