Það verður mögulega afskaplega erfitt fyrir lið Real Madrid að halda stórstjörnunni Vinicius Junior í sumarglugganum.
Al-Ahli í Sádi Arabíu hefur áhuga á þessum frábæra vængmanni og er tilbúið að bæta heimsmetið til að fá hann í sínar raðir.
Samkvæmt blaðamanninum virta Ben Jacobs er Al-Ahli að undirbúa 296 milljóna punda tilboð í Vinicius í sumar.
Jacobs staðfestir að Al-Ahli hafi mikinn áhuga á Brassanum sem var einnig orðaður við Sádi í fyrra.
Neymar er dýrasti leikmaður sögunnar í dag en hann kostaði PSG 200 milljónir punda árið 2017.