Vinicius Junior var í gær spurður út í orðróma um hugsanleg skipti til Sádi-Arabíu.
Brasilíumaðurinn hefur verið orðaður við Sádí undanfarið, en það hefur verið fjallað um að Sádar vilji gera hann að dýrasta leikmanni sögunnar.
„Framtíð mín er hjá Real Madrid,“ sagði Vinicius hins vegar í gær.
Vinicius skoraði tvö mörk í 5-1 sigri Real Madrid á RB Salzburg í Meistaradeildinni í gær og er hann þar með kominn með 101 mark fyrir félagið.
„Ég er búinn að skora 101 mark fyrir draumafélag mitt. Ég kom hérna sem krakki og að skrá mig í sögubækurnar hér gerir mig að hamingjusömustu manneskju í heimi. Ég vil þakka liðsfélögum mínum fyrir að hjálpa mér að ná þessum áfanga. Áfram Real Madrid.“