Marco Rose, stjóri RB Leipzig, hefur útilokað að framherjinn eftirsótti Benjamin Sesko yfirgefi félagið í glugganum í þessum mánuði.
Sesko hefur verið orðaður við Arsenal undanfarið. Félagið þarf helst að sækja framherja í þessum mánuði en það þykir mun líklegra að Sesko komi í sumar, ef hann gerir það yfirhöfuð. Hann er samningsbundinn Leipzig til 2029 og metinn á um 70 milljónir punda.
„Hann verður áfram,“ sagði Rose einfaldlega um stöðu mála.
Sesko, sem er 21 árs gamall, er með 14 mörk í öllum keppnum á þessari leiktíð með Leipzig.