Ipswich hefur staðfest komu Julio Enciso til félagsins, en hann kemur á láni frá Brighton.
Hinn tvítugi Enciso hefur lítið fengið að spila hjá Brighton og fer nú til nýliðanna til að fá stærra hlutverk.
Í gærkvöldi fóru óvæntar sögusagnir af stað í ítölskum fréttum að Manchester United væri að reyna að stela Enciso. Það reyndist hins vegar tóm þvæla og er Paragvæinn mættur til Ipswich.
Welcome to Town, Julio Enciso. 🙌🇵🇾 pic.twitter.com/Ii9o65Un9F
— IPSWICH TOWN (@IpswichTown) January 23, 2025