fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
433Sport

Evrópudeildin: Dramatískur sigur United gegn Rangers – Son með tvö fyrir Tottenham

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 23. janúar 2025 22:01

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United vann dramatískan heimasigur í Evrópudeildinni í kvöld en liðið spilaði við skoska félagið Rangers.

Leikurinn var mjög fjörugur undir lokin en United hafði komist yfir með sjálfsmarki Jack Butland og leit það út fyrir að ætla að duga lengi vel.

Rangers jafnaði hins vegar metin undir lok leiks áður en Bruno Fernandes tryggði þeim ensku sigur með marki í uppbótartíma.

United er með 15 stig í fjórða sæti deildarinnar eftir sjö leiki og er taplaust ásamt Lazio og Galatasaray.

Tottenham vann einnig mjög góðan sigur á Hoffenheim en leikið var í Þýskalandi.

Heung Min Son skoraði tvö mörk fyrir Tottenham í 3-2 sigri og er liðið í sjötta sætinu með 14 stig.

Orri Steinn Óskarsson og hans menn í Real Sociedad mættu Lazio en töpuðu 3-1 og sitja í 18. sætinu fyrir lokaumferðina.

Orri kom ekkert við sögu í þessu tapi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ekkert þokast áfram í viðræðum Liverpool og Van Dijk – „Ég veit ekkert hvað gerist“

Ekkert þokast áfram í viðræðum Liverpool og Van Dijk – „Ég veit ekkert hvað gerist“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fjölhæfir leikmenn eitthvað sem skiptir Arnar máli – „Margir sem fá að bíta í það súra epli“

Fjölhæfir leikmenn eitthvað sem skiptir Arnar máli – „Margir sem fá að bíta í það súra epli“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Henry hefur skoðun á því hver á að vinna Ballon d’Or og það er ekki Salah

Henry hefur skoðun á því hver á að vinna Ballon d’Or og það er ekki Salah
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lögreglan í Reykjavík kölluð út í gær vegna stuðningsmanns Liverpool í heimahúsi

Lögreglan í Reykjavík kölluð út í gær vegna stuðningsmanns Liverpool í heimahúsi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sá fyrsti síðan Terry rann

Sá fyrsti síðan Terry rann
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Blaðamaður Morgunblaðsins hneykslaður á KSÍ – „Þetta hlýtur að vera falin myndavél?“

Blaðamaður Morgunblaðsins hneykslaður á KSÍ – „Þetta hlýtur að vera falin myndavél?“