fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
433Sport

Eru til í að rústa metinu

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 23. janúar 2025 07:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Al-Ahli í Sádi-Arabíu er til í að rústa metinu yfir dýrasta leikmann heims til að sækja Vinicius Junior frá Real Madrid í sumar.

Sádar hafa haft augastað á Vinicius lengi og segir blaðamaðurinn Ben Jacobs að Al-Ahli sé til í að greiða tæpar 300 milljónir punda fyrir Brasilíumanninn.

Vinicius yrði þar með dýrasti leikmaður sögunnar og fyrra met, Neymar til PSG árið 2017, yrði bætt um 100 milljónir punda.

Al-Ahli er þegar með menn á borð við Ivan Toney, Roberto Firmino og Riyad Mahrez innan sinna raða en vilja eina stjörnu til viðbótar.

Sádar hafa þegar stækkað deild sína mikið með því að fá stórstjörnur til liðs við sig fyrir háar fjárhæðir. Vilja þeir taka deildina skrefinu lengra og sækja stórstjörnu eins og Vinicius á besta aldri.

Vinicius er 24 ára gamall og ein skærasta stjarnan í Evrópuboltanum, en hann er samningsbundinn Real Madrid til 2027.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sett met í ensku úrvalsdeildinni – Fljótasta mark í sögu heimaliðs

Sett met í ensku úrvalsdeildinni – Fljótasta mark í sögu heimaliðs
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Dorgu staðfestur hjá United

Dorgu staðfestur hjá United
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

England: Wolves úr fallsæti eftir góðan heimasigur

England: Wolves úr fallsæti eftir góðan heimasigur
433Sport
Í gær

Dýrastur í sögu félagsins 35 ára gamall

Dýrastur í sögu félagsins 35 ára gamall
433Sport
Í gær

United staðfestir komu ungstirnisins frá Arsenal

United staðfestir komu ungstirnisins frá Arsenal
433Sport
Í gær

Endurtekning á því sem gerðist í Kópavoginum í fyrra?

Endurtekning á því sem gerðist í Kópavoginum í fyrra?