Milan Skriniar er að ganga í raðir Fenerbahce frá Paris Saint-Germain.
Slóvakinn, sem gekk í raðir PSG frá Inter fyrir einu og hálfu ári síðan, hefur verið í aukahlutverki á þessari leiktíð og fer nú til Tyrklands á láni út leiktíðina.
Hinn 29 ára gamli Skriniar er samningsbundinn í París til 2028, en Fenerbahce greiðir laun hans fram á sumar.
Þess má geta að Jose Mourinho er stjóri Fenerbahce, sem er í öðru sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar, 6 stigum á eftir toppliði Galatasaray.