Manchester United er sagt reyna óvænt að stela Julio Enciso fyrir framan nefið á Ipswich. Þessu er nú haldið fram í ítalska miðlinum Tutto Mercato.
Enciso er talinn á leið til Ipswich á láni frá Brighton, en kappinn er í leit að meiri spiltíma.
Í fréttum frá Ítalíu er því hins vegar haldið fram að United sé að reyna að stela honum og að félagið sjái hann sem arftaka Alejandro Garnacho í hópnum. Argentínumaðurinn er sterklega orðaður við brottför, einna helst til Napoli.
Það verður þó að teljast ansi ólíklegt að af verði, en helstu miðlar eru á því að Enciso sé við það að ganga í raðir Ipswich.