fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
433Sport

KSÍ í samstarf við Vettvang

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 22. janúar 2025 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) hefur samið við Vettvang vefstofu um gerð nýs vefs KSÍ (ksi.is). Vettvangur var hlutskarpastur úr hópi nokkurra öflugra fyrirtækja sem öll lögðu inn áhugaverð og metnaðarfull tilboð.

Vettvangur hefur komið að hönnun og smíði fjölmargra stærri og smærri vefsíðna með framúrskarandi árangri og fulltrúar Vettvangs sýndu verkefninu mikinn áhuga og metnað. Innan þeirra raða er mikil reynsla og þekking, og ekki síður þekking á fótbolta og starfsumhverfi KSÍ og íslenskra knattspyrnufélaga.

Áætlað er að nýr vefur KSÍ fari í loftið í nóvember á þessu ári, og samhliða því verður nýtt mótakerfi KSÍ tekið í notkun. Með samstarfinu við Vettvang vefstofu vill KSÍ skapa nútímalegan og notendavænan vef fyrir alla þá sem fylgjast með og koma að íslenskri knattspyrnu.

Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdastjóri KSÍ:

Samskiptin við Vettvang í öllu þessu ferli hafa verið til fyrirmyndar, og við hjá KSÍ erum spennt fyrir samstarfinu, sem ég er ekki í nokkrum vafa um að verði mjög árangursríkt. Vefur KSÍ gegnir lykilhlutverki í öllu okkar starfi og við hlökkum til þeirra verkefna sem eru framundan með Vettvangi.“

Jón Kári Eldon hjá Vettvangi:

Það er spennandi og skemmtileg áskorun að vinna að nýjum vef fyrir Knattspyrnusamband Íslands, þar sem markmiðið er að sameina framúrskarandi notendaupplifun og kraftmikla upplýsingamiðlun. Samskiptin hafa verið frábær og það er greinilegt að mikill metnaður er til staðar hjá KSÍ fyrir nýjum vef.“

Vefur Vettvangs

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

United sagt hafa snarlækkað verðmiðann

United sagt hafa snarlækkað verðmiðann
Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Veðbankar hliðhollir Íslendingum fyrir kvöldið – Þetta segja þeir nú um sigurlíkur Strákanna okkar á HM

Veðbankar hliðhollir Íslendingum fyrir kvöldið – Þetta segja þeir nú um sigurlíkur Strákanna okkar á HM
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum
Aftur sektaðir af KSÍ
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

De Bruyne tjáir sig – „Skrifa ekki undir tíu ára samning“

De Bruyne tjáir sig – „Skrifa ekki undir tíu ára samning“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þurfa að borga sekt ef Antony spilar ekki tíu leiki

Þurfa að borga sekt ef Antony spilar ekki tíu leiki
433Sport
Í gær

Áhrifavaldurinn heimsfrægi fór langt yfir strikið í beinni útsendingu: Minnti hann á frægt framhjáhald – ,,Börnin mín líta upp til hans“

Áhrifavaldurinn heimsfrægi fór langt yfir strikið í beinni útsendingu: Minnti hann á frægt framhjáhald – ,,Börnin mín líta upp til hans“
433Sport
Í gær

Lykilmaður Arsenal í kapphlaupi við tímann

Lykilmaður Arsenal í kapphlaupi við tímann
433Sport
Í gær

Parið setti sér þessa reglu í svefnherberginu – Ef þau brutu hana gerðu þau þetta

Parið setti sér þessa reglu í svefnherberginu – Ef þau brutu hana gerðu þau þetta
433Sport
Í gær

Sádar setja sig aftur í samband við Vinicius

Sádar setja sig aftur í samband við Vinicius