fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
433Sport

Fyrrum Liverpool-maðurinn fékk stígvélið

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 22. janúar 2025 09:01

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dortmund er búið að reka Nuri Sahin úr starfi knattspyrnustjóra eftir vonbrigðargengi á leiktíðinni. Félagið staðfestir þetta.

Síðasti naglinn í kistu Sahin var tap gegn Bologna í Meistaradeildinni í gær. Dortmund er í 13. sæti keppninnar og þá er liðið í tíunda sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, 20 stigum á eftir toppliði Bayern Munchen.

Sahin tók við Dortmund í sumra af Edin Terzic, sem kom liðinu alla leið í úrslit Meistaradeildarinnar síðasta vor.

„Því miður höfum við ekki staðist væntingar á þessari leiktíð. Ég óska félaginu alls hins besta,“ er haft eftir Sahin í yfirlýsingu Dortmund.

Þetta var annað stjórastarf Sahin, en hann var áður með Antalyaspor í Tyrklandi í kjölfar þess að hann lagði skóna á hilluna.

Sahin ólst upp hjá Dortmund og lék þar sín fyrstu ár í meistaraflokki. Hann fór svo til Real Madrid, þaðan sem hann var svo lánaður til Liverpool meðal annars um stutt skeið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Aftur sektaðir af KSÍ
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Spurður út í komu Rooney: ,,Nei, nei nei!“

Spurður út í komu Rooney: ,,Nei, nei nei!“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Baunar hressilega á Messi eftir að hann gerði þetta: Segir allt um hanns fagmennsku og menntun – Sjáðu myndbandið

Baunar hressilega á Messi eftir að hann gerði þetta: Segir allt um hanns fagmennsku og menntun – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Áhrifavaldurinn heimsfrægi fór langt yfir strikið í beinni útsendingu: Minnti hann á frægt framhjáhald – ,,Börnin mín líta upp til hans“

Áhrifavaldurinn heimsfrægi fór langt yfir strikið í beinni útsendingu: Minnti hann á frægt framhjáhald – ,,Börnin mín líta upp til hans“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ísland hefur leik í Portúgal á morgun

Ísland hefur leik í Portúgal á morgun
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Telma til skoska stórliðsins

Telma til skoska stórliðsins
433Sport
Í gær

Ætla ekki að reka ástralann

Ætla ekki að reka ástralann
433Sport
Í gær

Brasilíska ungstirnið skrifar undir hjá City

Brasilíska ungstirnið skrifar undir hjá City
433Sport
Í gær

Fleiri félög á eftir Rashford – Þyrftu að taka hressilega til í bókhaldinu

Fleiri félög á eftir Rashford – Þyrftu að taka hressilega til í bókhaldinu
433Sport
Í gær

Leikmaður Liverpool tjáir sig um stöðuna – „Það er önnur umræða“

Leikmaður Liverpool tjáir sig um stöðuna – „Það er önnur umræða“