Trump fór mikinn í ræðu sinni á athöfninni og talaði meðal annars um áform sín um að breyta nafninu á Mexíkóflóa í Ameríkuflóa. Þetta hefur þótt umdeilt en forsetinn uppskar mikinn hlátur viðstaddra þegar hann ræddi þessi áform sín.
Á meðal þeirra sem hló var Infantino. Hefur hann verið gagnrýndur fyrir það þar sem Mexíkó, sem og Kanada, eru að halda HM á næsta ári með Bandaríkjunum.
„Ég velti fyrir mér hvað þeim sem halda HM í Mexíkó finnst um að Infantino skuli hlæja að þessu,“ skrifar Adam Crafton, blaðamaður The Athletic.
Fleiri hafa tekið undir þessa gagnrýni og furða sig á athæfi Infantino, sem hefur verið forseti FIFA síðan 2016. Þetta má sjá hér að neðan.
Hillary laughing at Trump announcing he’s renaming the Gulf Of Mexico to the Gulf of America 😂 pic.twitter.com/UWypR7d8vb
— Adam (@AdamJSmithGA) January 20, 2025