Það er komið á hreint að Kyle Walker fer til AC Milan á láni út leiktíðina. Fabrizio Romano hefur mellt sínu fræga „here we go“ á skiptin.
Walker kemur frá Manchester City, þar sem hann hefur verið síðan 2017. Hann er samningsbundinn City til 2027 en ólíklegt er að hann spili aftur fyrir félagið
Milan hefur þann möguleika að kaupa Walker frá City eftir leiktíðina. Hefur hann þegar samþykkt samning til 2027, verði af því.
Walker mun á næstunni ferðast til Mílanó, gangast undir læknisskoðun og skrifa undir nýjan samning.
🚨🔴⚫️ AC Milan have agreed deal to sign Kyle Walker from Man City, here we go!
Loan move with buy option clause not mandatory, salary covered by AC Milan with contract agreed.
Travel and medical being planned.
Manchester City’s captain ready for new chapter. pic.twitter.com/zmhZEj0Clv
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 22, 2025