Chelsea er að undirbúa tilboð í Dusan Vlahovic, framherja Juventus, samkvæmt blaðinu The Times.
Lundúnaliðið hefur verið í vandræðum með sóknarleikinn undanfarið og vantar hreinræktaða níu. Gæti Serbinn reynst frábær lausn þar. Er hann á óskalistanum hjá Chelsea í janúar.
Vlahovic, sem verður 25 ára gamall í næstu viku, gekk í raðir Juventus frá Fiorentina í janúar 2022. Hann er samningsbundinn út næstu leiktíð.
Chelsea og Juventus eiga þegar í viðræðum vegna Renato Veiga, bakvarðar Chelsea. Þá hefur annar bakvörður liðsins, Ben Chilwell, einnig verið orðaður við Juventus.