Landsliðsmarkvörðurinn Telma Ívarsdóttir er gengin í raðir Rangers í Skotlandi.
Telma, sem er 25 ára gömul, kemur frá Íslandsmeisturum Breiðabliks, þar sem hún hefur farið á kostum.
Rangers er í öðru sæti skosku úrvalsdeildarinnar sem stendur, 5 stigum á eftir toppliði Glasgow City.
Telma hefur einnig spilað með FH, Augnablik, Haukum, Grindavík og Fjarðabyggð í meistaraflokki. Þá á hún að baki 12 A-landsleiki.
She's Here… 👊🇮🇸 pic.twitter.com/vfC5kp3IcU
— Rangers Women (@RangersWFC) January 21, 2025