Ibrahima Konate er sagður nálægt því að skrifa undir nýjan samning við Liverpool, en hann vill þó lítið gefa upp.
Miðvörðurinn er mikilvægur hluti af liði Arne Slot á Anfield, en samningur hans rennur út eftir næstu leiktíð.
„Það er rétt að Liverpool hefur boðið mér nýjan samning. Hvort ég skrifi undir, það er önnur umræða,“ segir Konate.
Sem fyrr segir er hann þó nálægt því að skrifa undir samkvæmt helstu miðlum.
Samningamál lykilmanna Liverpool hafa mikið verið í umræðunni á leiktíðinni, en Mohamed Salah, Trent Alexander-Arnold og Virgil van Dijk verða allir samningslausir í sumar.