Marcus Rashford er orðaður hingað og þangað þessa dagana og er franska stórliðið Marseille nýjasta félagið í umræðunni.
Rashford er að öllum líkindum á förum frá Manchester United þar sem hann er alveg úti í kuldanum hjá Ruben Amorim, stjóra liðsins.
Hann hefur verið orðaður við AC Milan, Barcelona, Dortmund, PSG, Monaco og fleiri lið en nú segir franska blaðið L’Equipe að Marseille hafi sett sig í samband við United, með það fyrir augum að reyna að sækja Rashford.
Hjá Marseille myndi Rashford hitta fyrir Mason Greenwood, fyrrum liðsfélaga sinn hjá United.