Manchester United er á eftir Patrick Dorgu, tvítugum landsliðsmanni Danmerkur.
Um er að ræða vinstri bakvörð, sem einnig getur spilað úti á kanti, en United er einmitt í leit að manni sem getur spilað vinstri vængbakvarðastöðuna í kerfi Ruben Amorim.
Luke Shaw er oftar en ekki meiddur, Tyrell Malacia þykir ekki nógu góður og hefur Diogo Dalot verið að leysa stöðuna, þó ekki með frábærum árangri.
Dorgu er á mála hjá Lecce á Ítalíu og hefur heillað í Serie A í vetur. Er hann til að mynda kominn með þrjú mörk og eina stoðsendingu.
Viðræður milli United og Lecce standa yfir en ekkert er í höfn.
Dorgu er alinn upp hjá Nordsjælland í heimalandinu.
🚨 Man Utd in talks with Lecce over potential deal for left-back Patrick Dorgu. No agreement but dialogue progressing for 20yo Denmark int’l. #MUFC lining up various options in multiple positions prior to deciding on ins/outs @TheAthleticFC after @CorSport https://t.co/O78YtivauH
— David Ornstein (@David_Ornstein) January 20, 2025