Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, var ansi pirraður í viðtali við BBC í kjölfar tapsins gegn Everton í gær.
Everton vann leikinn 3-2 og heldur skelfilegt gengi Tottenham áfram. Liðið er með 1 stig úr síðustu sex leikjum.
„Kunnuglegt stef Ange. Hvað fannst þér um frammistöðu þinna manna?“ spurði fréttamaður BBC eftir leik.
„Kunnuglegt stef?“ spurði Postecoglou þá og svaraði fréttamaðurinn að hann hafi átt við enn eitt tapið.
„Já svoleiðis. Frábær leið til að hefja viðtal,“ sagði Ástralinn þá með kaldhæðnum tón.
Það er óhætt að segja að pressa sé komin á Postecoglou, en Tottenham er í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
"Great way to start an interview." 😳
I think this man is awesome! 😂#EVETOT #THFC #COYS #Spurs #Tottenham #Postecoglou pic.twitter.com/2RMLoiWyHi
— LeanneSpurs 🇬🇧 (@LeanneSpurs) January 19, 2025