Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, segir leikmenn liðsins skorta sjálfstraust þessa dagana.
Hörmungar liðsins héldu áfram í gær er United tapaði 1-3 gegn Brighton á Old Trafford. Liðið er í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
„Það sem veldur mér mestum áhyggjum er skortur á sjálfstrausti í hópnum til að gera það sem við getum vel gert. Mér er alveg sama þó einhver tapi boltanum ef hann er að reyna eitthvað til að hjálpa liðinu,“ sagði Fernandes eftir leik.
„Við þurfum að fá það besta út úr leikmönnum og þeir þurfa að trúa á að þeir geti snúið þessu við.“