Eduardo, fyrrum leikmaður Arsenal, er með ráð fyrir Mikel Arteta, stjóra liðsins, fyrir þetta ár.
Eduardo vill eins og aðrir stuðningsmenn Arsenal sjá félagið kaupa framherja og eru margir orðaðir við liðið.
Nefna má Benjamin Sesko, Victor Osimhen, Bryan Mbuemo, Viktor Gyokores og svo hinn öfluga Dusan Vlahovic.
Eduardo fékk að velja á milli þessara leikmann og myndi hann leita til Juventus þar sem Vlahovic spilar.
,,Ég myndi velja Vlahovic. Aðdáendurnir vilja sjá stórstjörnu skrifa undir og ég held að Vlahovic muni koma Arsenal yfir línuna,“ sagði Eduardo.