Alejandro Balde, leikmaður Barcelona, varð fyrir rasisma í gærkvöldi en hann greinir sjálfur frá.
Balde er mjög efnilegur leikimaður en hann spilaði með Barcelona sem mætti Getafe í La Liga.
Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og hefur Barcelona aðeins unnið einn af síðustu átta deildarleikjum sínum.
,,Ég varð fyrir rasisma í leiknum í kvöld. Ég lét dómarann vita en svo gerðist það aftur í seinni hálfleik… Við höldum áfram,“ sagði Balde.
Líkur eru á að stuðningsmönnum Getafe verði refsað en það mun koma í ljós eftir frekari rannsókn.